Lífið

Miðasala á Ísland Got Talent hafin

Ellý Ármanns skrifar
Miðasalan er hafin á fyrstu þrjá undanúrslitaþætti Ísland Got Talent sem sýndir verða í beinni útsendingu á sunnudagskvöldum á Stöð 2 frá Austurbæ.   Miðasala hófst í dag á útsendingarnar sem fram fara 30. mars, 6. apríl og 13. apríl.   Í þessum undanúrslitaþáttum fáum við að sjá hvaða sex atriði komast áfram í úrslitaþáttinn, sem fer fram sunnudaginn 27.apríl.

„Það eru 420 sæti í boði fyrir hvern þátt en það eru tæplega 100 sæti laus á fyrstu þrjá þættina,“ segir Gísli Berg framleiðslustjóri.

Þegar talið berst að hæfileikakeppninni segir Gísli: „Undirbúningurinn gengur mjög vel, keppendur eru búnir að vera að æfa sig mjög mikið og við kölluðum saman alla fagmenn landsins.  Selma Björnsdóttir verður með okkur sem listrænn ráðgjafi, Vignir Snær sér um tónlistarráðgjöf ásamt því að við fengum Hörpu Einarsdóttur og Margréti Einarsdóttur til þess að aðstoða við búningahönnun,“ segir Gísli.

„Við verðum með öflugustu tæknimenn landsins á staðnum til þess að allt „lúkki“ vel. Við stefnum að því að sviðið verði það glæsilegasta sem sést hefur á Íslandi.“

Hér er hægt að nálgast miða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×