Tónlist

The Black Keys spilar á Glastonbury-hátíðinni

Það er mikið um að vera hjá The Black Keys
Það er mikið um að vera hjá The Black Keys Vísir/Getty
Bandaríski dúettinn The Black Keys kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í sumar, nánar tiltekið á sunnudeginum 29. júní. Einnig hefur sveitin staðfest komu sína á Latitude-hátíðina sem fram fer í júlí.

Þá hefur dúettinn einnig tilkynnt að ný plata sé á leiðinni og er það áttunda plata sveitarinnar. Hún ber titilinn Turn Blue og gert er ráð fyrir að hún komi  út í maí. Sveitin hefur ekki gefið út plötu síðan árið 2011 þegar að El Camino kom út.

Nú þegar hafa listamenn á borð Lily Allen, Arcade Fire, Dolly Parton, Blondie, James Blake og margir fleiri staðfest komu sína á Glastonbury-hátíðina sem fram fer dagana 25. til 29. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.