1.000 hestafla Toyota í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 16:00 Toyota TS030 Hybrid. Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Hingað til hefur mest verið fjallað um endurkomu Porsche í Le Mans þolaksturskappaksturinn á þessu ári og bíla Audi sem hafa verið ósigrandi á síðustu árum. Það er ekki þar með sagt að enginn annar framleiðandi geri tilkall til titilsins á þessu ári. Toyota mun senda þennan 1.000 hestafla tvinnbíl til leiks þetta árið. Hann ber nafnið Toyota TS030 Hybrid og var kynntur í dag í suðurhluta Frakklands. Le mans kappaksturinn ím ár mun fara fram þann 14. júní og verður það í 82. skiptið sem hann er haldinn. Audi hefur unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum og er að sjálfsögðu sigurstranglegasta liðið nú sem fyrr. Mesta breytingin sem orðið hefur á Toyota bílnum nú er að hann er orðinn fjórhjóladrifinn. Hann er með 3,7 lítra V8 vél og skilar hún 513 hestöflum en rafmagnsmótorar sjá um restina. Bíllinn verður 25% sparneytnari en sá bíll sem Toyota tefldi fram á síðasta ári og á betra loftflæði hlut í þeirri bætingu. Toyota mun senda 2 svona bíla til keppni og þeir hafa gert breytingar á liðsskipan bíla sinna. Í ár munu Alex Wurz, Stéphane Sarrazin og Kazuki Nakajima aka öðrum bílnum til skiptis og Anthony Davidson, Nicolas Lapierre og Sébastien Buemi hinum.Rennileg og aflmikil Toyota.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent