Tekur þátt í stórum og mikilvægum bardaga 29. mars 2014 12:00 Hafþór Júlíus Björnsson leikur Ser Gregor Clegane í Game of Thrones. Mynd/Valli Fjórða þáttaröð Game of Thrones hefst á Stöð 2 þann 7. apríl. Þá snýr Ser Gregor Clegane aftur en nú í túlkun Íslendingsins og kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar. „Framleiðendur þáttanna voru að leita að stórum, stæðilegum og sterkum manni í hlutverk Gregor Clegane. Einhver minntist á mig svo þeir sendu mér örstutt skilaboð á tölvupósti og þannig hófst þetta allt,“ segir Hafþór sem þekktastur er fyrir afrek sín í kraftakeppnum en hann setur nú stefnu á sigur í keppninni Sterkasti maður heims. „Þeir komu síðan til Íslands og héldu með mér fund, vildu vitanlega fá að sjá mig og skoða, og leist vel á,“ lýsir Hafþór sem í framhaldinu fór í ýmsar prufur. „Ég hitti leikstjórann, fór í skylmingarprufur og þurfti að sýna einhvern leik áður en allt var ákveðið,“ segir hann en bætir við að hann hafi enga leikreynslu haft fyrir. „Reyndar er stærsti hluti af mínu hlutverki að berjast og því þurftu þeir að sjá hvort ég gæti hreyft mig.“ Hafþór hafði enga reynslu af skylmingum en þótti sýna hæfileika og því ráðinn í hlutverkið. „Ég fór síðan á námskeið í skylmingartækni hér heima, í Bretlandi og síðan í Dúbrovnik í Króatíu áður en tökur hófust,“ lýsir hann.Ævintýri líkastTökurnar í Króatíu stóðu yfir í tvær viku. „Síðan var ég í viku í Belfast á Írlandi þar sem lögð var lokahönd á nokkur atriði.“ Ser Gregor Clegane er sannkallað illmenni og gengur gjarnan undir nafninu The Mountain, eða Fjallið. Hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan. En hvernig var að leika slíkan óþokka? „Maður setti sig bara í gír,“ svarar Hafþór sem segir upplifunina í heild hafa verið ævintýri líkast. „Þetta var skemmtileg lífreynsla og ég lærði mjög margt,“ segir hann en viðurkennir að oft hafi dagarnir verið erfiðir. „Maður vaknaði oft klukkan fjögur, fimm á morgnana, fór í förðun, var í tökum allan daginn í 35 stiga hita þar sem sólin skein beint á mann í þungri brynju. Þetta tók því á líkamlega og andlega en maður hlakkaði hins vegar alltaf til að vakna og byrja aftur.“Hafþór kynntist leikkonunni Lenu Headey sem leikur Cersei.Kynntist CerceiHafþór hefur frá upphafi verið mikill aðdáandi þáttanna og séð þá alla. „Það var því töluvert sjokk að fá þetta tilboð, ég trúði þessu eiginlega varla. Það hafði kannski ekki verið draumur minn að leika í þáttunum en þetta var tilboð sem ekki var hægt að hafna,“ segir Hafþór sem kynntist þó nokkuð af aðalleikurum þáttanna við tökurnar. „Þau voru þarna mjög mörg en ég kynntist líklega Lenu best,“ segir hann og á þar við Lenu Headey sem leikur drottninguna Cercei.Verður Fjallið áframTveir aðrir leikarar hafa reynt sig við hlutverk Fjallsins. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Hlutverkið hefur ekki verið stórt hingað til en Hafþór segir nokkra breytingu verða þar á í fjórðu seríu. „Ég tek þátt í mjög stórum og mikilvægum bardaga þar sem ég berst við einn af aðalleikurunum,“ upplýsir hann en getur ekki farið nánar út í söguþráðinn. Svo virðist sem áframhald verði á leikferli Hafþórs. „Þau hafa sagst vilja fá mig aftur í fimmtu seríu sem verður tekin upp í ár, en það er þó ekki búið að fastnegla það,“ segir hann og er spenntur fyrir framhaldinu.Þessi mynd var birt úr tökum á þáttunum. Þar sést Hafþór munda blóðugt sverð.Enginn er óhulturÞættirnir Game of Thrones hafa notið gífurlegra vinsælda um heima allan og mikil spenna er fyrir fjórðu þáttaröðinni sem sýnd verður hér á landi aðeins degi síðar en í Bandaríkjunum. Þættirnir hafa hlotið fjölda verðlauna en sér í lagi hefur leikarinn Peter Dinklage vakið athygli fyrir frábæran leik. Upptökur í þremur löndumUmfangsmikil vinna liggur að baki þáttunum. Fjórða þáttaröðin var tekin upp á Írlandi, Íslandi og víða í Króatíu en tökurnar stóðu yfir í 136 daga. Til marks um umfang þáttanna má nefna að fjöldi leikara í meginhlutverkum eru 24 en fjöldi annarra leikara, um fimmtíu, fer með minni en þó veigamikil hlutverk. Sagan, persónur, tengsl og landafræði Westeros eru enda afar flókin. Þættirnir verða tíu alls en kostnaður við gerð þeirra er ærinn. Fyrsta serían kostaði HBO um 50 til 60 milljónir dollara en kostnaðurinn hefur aðeins hækkað eftir því sem vinsældirnar aukast.Ísland að sumarlagiÍsland hefur verið í aðalhlutverki í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones og svo verður einnig í þetta sinn. Nú kveður hins vegar við annan tón því í stað kuldalegs landslags að vetri mun Ísland nú skarta sumarskrúða. Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones kom til Íslands síðasta sumar. Meðal tökustaða voru Þjórsárdalur, Hengilssvæðið og Stekkjagjá á Þingvöllum en Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum.Brúðkaup og blóðugir bardagarAðdáendur þáttanna verða varla fyrir vonbrigðum með nýjustu afurð Game of thrones. Í stiklum og umfjöllun um fjórðu seríuna má sjá að margt mun gerast. Brúðkaup Joffrey konungs spilar þar stóra rullu svo og blóðugir bardagar, hefndaraðgerðir og lævísar ráðagerðir líkt og þættirnir eru þekktir fyrir. Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Fjórða þáttaröð Game of Thrones hefst á Stöð 2 þann 7. apríl. Þá snýr Ser Gregor Clegane aftur en nú í túlkun Íslendingsins og kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar. „Framleiðendur þáttanna voru að leita að stórum, stæðilegum og sterkum manni í hlutverk Gregor Clegane. Einhver minntist á mig svo þeir sendu mér örstutt skilaboð á tölvupósti og þannig hófst þetta allt,“ segir Hafþór sem þekktastur er fyrir afrek sín í kraftakeppnum en hann setur nú stefnu á sigur í keppninni Sterkasti maður heims. „Þeir komu síðan til Íslands og héldu með mér fund, vildu vitanlega fá að sjá mig og skoða, og leist vel á,“ lýsir Hafþór sem í framhaldinu fór í ýmsar prufur. „Ég hitti leikstjórann, fór í skylmingarprufur og þurfti að sýna einhvern leik áður en allt var ákveðið,“ segir hann en bætir við að hann hafi enga leikreynslu haft fyrir. „Reyndar er stærsti hluti af mínu hlutverki að berjast og því þurftu þeir að sjá hvort ég gæti hreyft mig.“ Hafþór hafði enga reynslu af skylmingum en þótti sýna hæfileika og því ráðinn í hlutverkið. „Ég fór síðan á námskeið í skylmingartækni hér heima, í Bretlandi og síðan í Dúbrovnik í Króatíu áður en tökur hófust,“ lýsir hann.Ævintýri líkastTökurnar í Króatíu stóðu yfir í tvær viku. „Síðan var ég í viku í Belfast á Írlandi þar sem lögð var lokahönd á nokkur atriði.“ Ser Gregor Clegane er sannkallað illmenni og gengur gjarnan undir nafninu The Mountain, eða Fjallið. Hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan. En hvernig var að leika slíkan óþokka? „Maður setti sig bara í gír,“ svarar Hafþór sem segir upplifunina í heild hafa verið ævintýri líkast. „Þetta var skemmtileg lífreynsla og ég lærði mjög margt,“ segir hann en viðurkennir að oft hafi dagarnir verið erfiðir. „Maður vaknaði oft klukkan fjögur, fimm á morgnana, fór í förðun, var í tökum allan daginn í 35 stiga hita þar sem sólin skein beint á mann í þungri brynju. Þetta tók því á líkamlega og andlega en maður hlakkaði hins vegar alltaf til að vakna og byrja aftur.“Hafþór kynntist leikkonunni Lenu Headey sem leikur Cersei.Kynntist CerceiHafþór hefur frá upphafi verið mikill aðdáandi þáttanna og séð þá alla. „Það var því töluvert sjokk að fá þetta tilboð, ég trúði þessu eiginlega varla. Það hafði kannski ekki verið draumur minn að leika í þáttunum en þetta var tilboð sem ekki var hægt að hafna,“ segir Hafþór sem kynntist þó nokkuð af aðalleikurum þáttanna við tökurnar. „Þau voru þarna mjög mörg en ég kynntist líklega Lenu best,“ segir hann og á þar við Lenu Headey sem leikur drottninguna Cercei.Verður Fjallið áframTveir aðrir leikarar hafa reynt sig við hlutverk Fjallsins. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Hlutverkið hefur ekki verið stórt hingað til en Hafþór segir nokkra breytingu verða þar á í fjórðu seríu. „Ég tek þátt í mjög stórum og mikilvægum bardaga þar sem ég berst við einn af aðalleikurunum,“ upplýsir hann en getur ekki farið nánar út í söguþráðinn. Svo virðist sem áframhald verði á leikferli Hafþórs. „Þau hafa sagst vilja fá mig aftur í fimmtu seríu sem verður tekin upp í ár, en það er þó ekki búið að fastnegla það,“ segir hann og er spenntur fyrir framhaldinu.Þessi mynd var birt úr tökum á þáttunum. Þar sést Hafþór munda blóðugt sverð.Enginn er óhulturÞættirnir Game of Thrones hafa notið gífurlegra vinsælda um heima allan og mikil spenna er fyrir fjórðu þáttaröðinni sem sýnd verður hér á landi aðeins degi síðar en í Bandaríkjunum. Þættirnir hafa hlotið fjölda verðlauna en sér í lagi hefur leikarinn Peter Dinklage vakið athygli fyrir frábæran leik. Upptökur í þremur löndumUmfangsmikil vinna liggur að baki þáttunum. Fjórða þáttaröðin var tekin upp á Írlandi, Íslandi og víða í Króatíu en tökurnar stóðu yfir í 136 daga. Til marks um umfang þáttanna má nefna að fjöldi leikara í meginhlutverkum eru 24 en fjöldi annarra leikara, um fimmtíu, fer með minni en þó veigamikil hlutverk. Sagan, persónur, tengsl og landafræði Westeros eru enda afar flókin. Þættirnir verða tíu alls en kostnaður við gerð þeirra er ærinn. Fyrsta serían kostaði HBO um 50 til 60 milljónir dollara en kostnaðurinn hefur aðeins hækkað eftir því sem vinsældirnar aukast.Ísland að sumarlagiÍsland hefur verið í aðalhlutverki í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones og svo verður einnig í þetta sinn. Nú kveður hins vegar við annan tón því í stað kuldalegs landslags að vetri mun Ísland nú skarta sumarskrúða. Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones kom til Íslands síðasta sumar. Meðal tökustaða voru Þjórsárdalur, Hengilssvæðið og Stekkjagjá á Þingvöllum en Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum.Brúðkaup og blóðugir bardagarAðdáendur þáttanna verða varla fyrir vonbrigðum með nýjustu afurð Game of thrones. Í stiklum og umfjöllun um fjórðu seríuna má sjá að margt mun gerast. Brúðkaup Joffrey konungs spilar þar stóra rullu svo og blóðugir bardagar, hefndaraðgerðir og lævísar ráðagerðir líkt og þættirnir eru þekktir fyrir.
Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira