Golf, Polo og Fiesta söluhæstir í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2014 11:15 Volkswagen Golf er söluhæsti bíll evrópskra bílaframleiðenda. Volkswagen Golf er áfram söluhæsta evrópska bílgerðin og sala bílsins jókst um 28% í janúar. Níu prósent söluaukning Volkswagen Polo tryggði hann enn frekar í öðru sætinu og 8% aukning í sölu Ford Fiesta heldur honum í 3. sætinu. Í 4. og 5. sæti eru bílarnir Renault Clio og Peugeot 208, en sala á þeim báðum minnkaði milli ára. Góð sala á Skoda Octavia og Audi A3 tryggir þeim 6. og 8. sætið og 33% söluaukning á Octavia lyfti honum í 6. sætið. Audi A3 gerði enn betur en Octavia og jókst sala hans um heil 84% milli ára. Því má segja að framleiðslubílar Volkswagen samstæðunnar hafi gert það gott í byrjun árs, en bæði Skoda og Audi tilheyra henni. Allir efstu bílar þeirrar samstæðu eru byggðir á MQB undirvagni sem sífellt er undir fleirum bílum hennar. Ef bílaframleiðendurnir eru skoðaðir hver fyrir sig sést að Volkswagen trónir efst en Ford er í öðru sæti. Þó svo að Golf og Polo hafi náð mikilli söluaukningu er vöxtur Volkswagen í heild 8% en 9% hjá Ford. Í næstu sætum eru Peugeot með 9% aukningu og Renault með 4% aukningu. Opel/Vauxhall seldi 8% færri bíla en árið á undan. Heildarsala bíla evrópsku framleiðendanna jókst um 5% og er það fimmti mánuðurinn í röð sem salan eykst. Salan jókst um 7% í Þýskalandi og Bretlandi. Salan jókst þó meira á Spáni, eða um 9%. Á Ítalíu seldust 3% fleiri bílar og 0,5% aukning var í Frakklandi. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Volkswagen Golf er áfram söluhæsta evrópska bílgerðin og sala bílsins jókst um 28% í janúar. Níu prósent söluaukning Volkswagen Polo tryggði hann enn frekar í öðru sætinu og 8% aukning í sölu Ford Fiesta heldur honum í 3. sætinu. Í 4. og 5. sæti eru bílarnir Renault Clio og Peugeot 208, en sala á þeim báðum minnkaði milli ára. Góð sala á Skoda Octavia og Audi A3 tryggir þeim 6. og 8. sætið og 33% söluaukning á Octavia lyfti honum í 6. sætið. Audi A3 gerði enn betur en Octavia og jókst sala hans um heil 84% milli ára. Því má segja að framleiðslubílar Volkswagen samstæðunnar hafi gert það gott í byrjun árs, en bæði Skoda og Audi tilheyra henni. Allir efstu bílar þeirrar samstæðu eru byggðir á MQB undirvagni sem sífellt er undir fleirum bílum hennar. Ef bílaframleiðendurnir eru skoðaðir hver fyrir sig sést að Volkswagen trónir efst en Ford er í öðru sæti. Þó svo að Golf og Polo hafi náð mikilli söluaukningu er vöxtur Volkswagen í heild 8% en 9% hjá Ford. Í næstu sætum eru Peugeot með 9% aukningu og Renault með 4% aukningu. Opel/Vauxhall seldi 8% færri bíla en árið á undan. Heildarsala bíla evrópsku framleiðendanna jókst um 5% og er það fimmti mánuðurinn í röð sem salan eykst. Salan jókst um 7% í Þýskalandi og Bretlandi. Salan jókst þó meira á Spáni, eða um 9%. Á Ítalíu seldust 3% fleiri bílar og 0,5% aukning var í Frakklandi.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent