Nürburgring seld á 12 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 08:45 Nürburgring brautin. Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent