Lífið

Enn meira af Big Bang Theory

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Búið er að skrifa undir samning þess efnis að þrjár þáttaraðir til viðbótar verði framleiddir af gamanþættinum The Big Bang Theory sem hefur slegið öll met á sjónvarpsstöðinni CBS. Þátturinn mun því ganga til ársins 2017, og jafnvel lengur.

Sjöunda sería er nú í loftinu og hefur verið mest áhorf á hana í sögu þáttarins, að meðaltali 19,79 milljónir áhorfenda í viku.

Þátturinn hefur hlotið fimm Emmy-verðlaun og ein Golden Globe-verðlaun og hefur Jim Parsons, sem leikur Sheldon Cooper, verið sigursælastur af leikaraliðinu.

Nú er verið að semja við Jim og hina aðalleikarana tvo, Johnny Galecki og Kaley Cuoco. Þau þéna nú 325 þúsund dollara fyrir hvern þátt, tæplega 37 milljónir króna, og verða væntanlega hækkuð talsvert í launum.

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.