Patriots samdi við Revis | Ekki minnkar rígurinn við Jets Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 15:30 Darrelle Revis er farinn til New England. Vísir/Getty New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira