Sport

Ásdís hafnaði í fjórða sæti

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir.
Keppnistímabilið hjá spjótkastkonunni Ásdísi Hjálmsdóttur hófst formlega í dag. Þá tók hún þátt á sterku móti í Portúgal.

Ásdís stóð sig ágætlega og kastaði best 59,10 metra en sá árangur dugði í fjórða sætið á mótinu. Bronsverðlaunahafinn á síðustu ÓL, Linda Stahl, vann mótið með kasti upp á 61,20 metra kasti.

Besti árangur Ásdísar er 62,77 metrar og hún á því talsvert inni en tímabilið er rétt að hefjast eins og áður segir.

Hún hefur reyndar ekki byrjað jafn vel síðan árið 2010 þannig að það lofar góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×