Körfubolti

Pierce upp fyrir Ewing

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pierce.
Paul Pierce. Vísir/Getty
Paul Pierce, framherji Brooklyn Nets, komst í gærkvöldi upp fyrir Patrick Ewing á listanum yfir stigahæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar.

Fyrir leik Brooklyn og Washington Wizards í gær var Pierce í 19. sæti á stigalistanum, ellefu stigum á eftir Ewing sem skoraði 24.815 stig á 17 ára löngum ferli í NBA.

Pierce jafnaði Ewing þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í byrjun þriðja leikhluta og komst svo upp fyrir hann þegar hann setti niður vítaskot þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af sama leikhluta.

Pierce, sem skoraði alls 15 stig í leiknum gegn Washington, hefur nú skorað 24.819 stig á ferli sínum í NBA og þarf 373 stig til að komast upp fyrir næsta mann á stigalistanum, Los Angeles Lakers goðsögnina Jerry West.

Pierce gekk til liðs við Brooklyn í sumar eftir 14 ára farsælan feril hjá Boston Celtics.  



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×