Tónlist

Spiluðu sama lagið stanslaust í þrjá daga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Útvarpsstöðin 105.7 í San Francisco spilaði lagið Hot in Herre með Nelly stanslaust í þrjá daga. Stöðin gerði þetta því hún var skipta um áherslur, frá því að spila aðeins spænskættaða tónlist yfir í að spila eingöngu hip hop og popp.

Þetta er ekki nýtt og gera útvarpsstöðvar vestan hafs þetta iðulega þegar þær skipta um áherslur.

Þetta uppátæki 105.7 vakti mikla athygli á Twitter og voru margir vonsviknir þegar útvarpsstöðin tók lagið úr loftinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.