Toyota bestir notaðra bíla samkvæmt Consumer Reports Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 14:30 Toyota Camry. Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent
Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent