Óumbeðin Tesla-auglýsing tryggði framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 16:53 Tesla Model S. Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent