Tónlist

Senda skeggjaða konu í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Austurríki sendir tónlistarmanninn Tom Neuwirth, sem kemur fram undir sínu öðru sjálfi sem söngkonan Conchita Wurst, í Eurovision-keppnina í Kaupmannahöfn í maí með lagið Rise Like A Phoenix.

Lagið var samið af Charly Mason, Joey Patulka, Julian Maas og Ali Zuckowski.

Conchita reyndi að komast í Eurovision-keppnina fyrir hönd Austurríkis árið 2012 en það heppnaðist ekki.

Tom Newirth fæddist 6. nóvember árið 1988 í Gmunden í Austurríki. Hann dreymdi alltaf um frama í skemmtanabransanum og byrjaði frægðarsól hans að rísa árið 2006 þegar hann tók þátt í hæfileikaþættinum Starmania.

Hann kom fyrst fram sem Conchita í hæfileikaþættinum Die große Chance árið 2011. 


Tengdar fréttir

RÚV ræður öllu um Eurovision-lagið

Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er. Lokaútgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.