Körfubolti

Obama spáir Michigan State sigri í háskólaboltanum

Obama með Mike Krzyzewski, þjálfara Duke-háskólans.
Obama með Mike Krzyzewski, þjálfara Duke-háskólans. vísir/getty
Einn af hápunktum ársins í bandarísku íþróttalífi, March Madness, er að hefjast en það er úrslitakeppni háskólaliðanna í körfubolta.

Þá keppist fólk við út um allan heim að spá fyrir um gengi liðanna í úrslitakeppninni. Þá fyllir fólk út skjal þar sem spáð er alla leið í úrslit.

Hægt er að vinna hundruðir milljóna með því að spá fyrir um rétt úrslit alla leið og einnig taka hópar sig til og taka þátt. Þar á meðal hér á Íslandi.

Barack Obama Bandaríkjaforseti spáir alltaf í spilin á hverju ári og er iðulega mikið gert úr því vestanhafs. Obama, sem er mikill íþróttaáhugamaður, spáir því að Michigan State muni standa uppi sem sigurvegari að þessu sinni.

"Tom Izzo er frábær þjálfari í svona mótum. Michigan State fer alla leið í ár," sagði Obama.

Forsetinn hefur spáð í spilin síðustu sex ár og aðeins einu sinni valið réttan sigurvegara. Það var árið 2009 er hann spáði því að North Carolina færi alla leið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×