"Ríkisstjórnin á að segja af sér“ Andri Þór Sturluson skrifar 1. mars 2014 23:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/pjetur Harmageddon rakst á áhugaverða frétt frá 2010. Þar er fjallað um skoðun Bjarna Ben á stöðu þáverandi ríkisstjórnar, stjórn Jóhönnu og Steingríms, og þar útlistar hann hvað hún hefur gert rangt og rökstyður þá skoðun sína að vegna þess beri henni að segja af sér. Hún er skemmtileg net-sagnfræðin, því eins og fleiri og fleiri eru að fatta undanfarið þá gleymir netið engu og hikar ekki við að kjafta frá ef maður er ósamkvæmur sjálfum sér. Fréttin ber fyrirsögnina „Ríkisstjórnin á að segja af sér“ og þar rökstyður formaður Sjálfstæðisflokksins, hvað það er nákvæmlega sem gerir ríkisstjórn óhæfa og hvers vegna hún á að fara frá. Það vill hinsvegar svo skemmtilega til að mjög auðvelt er að snúa orðum Bjarna upp á hann sjálfan og núverandi ríkisstjórn. Feitletrað hér fyrir neðan eru skoðanir Bjarna eins og þær birtust í fréttinni frá 2010.„Í fyrra fengu kjósendur ríkisstjórn sem þeir vildu en þeir hafa nú áttað sig á því að þeir vildu ekki það sem þeir fengu,“ segir Bjarni um fylgiskönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn yfir 40% atkvæða og 27 þingmenn en stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi.Það er greinilegt að sagan endurtekur sig. Mörgum líður eins núna, t.d. kusu margir Framsóknarflokkinn út á loforð sem engin innistaða virðist vera fyrir. Samkvæmt þessari könnun mælast núverandi stjórnarflokkar samanlagt með 32% fylgi eftir tillöguna um að draga aðildarumsóknina til baka.Bjarni segir að fylgistap ríkisstjórnarinnar í könnuninni komi sér ekki á óvart. Hún hafi verið ósamstiga, lagt áherslu á röng mál, brugðist í hagsmunagæslu og svikið fyrirheit um aðgerðir.Það er eins og Bjarni sé þarna árið 2010 að húðskamma Bjarna 2014. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar er einnig ósamstiga, leggur áherslu á röng mál, bregst í hagsmunagæslu og svíkur fyrirheit. Hann má þó eiga það að hagsmunagæsla fyrir LÍÚ er mjög sterk.Að sögn Bjarna er fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins í takt við það sem fulltrúar hans hafi fundið fyrir á fundum. Nú þurfi að leggja áherslu á mál sem sameini þjóðina.Bjarna gengur ágætlega að sameina fólk í mótmælum gegn ríkisstjórn sinni. Varla átti hann þó við það. En ljóst er að þegar mótmælendum fjölgar dag frá degi og formaður ríkisstjórnarflokks er opinberlega kallaður svikari þá er hann ekki að leggja áherslu á mál sem sameini þjóðina.„Ég tel að ríkisstjórn sem er verklaus, ósamstiga og nýtur ekki trausts hafi ekkert erindi lengur,“ segir Bjarni.Maður á að spara gífuryrðin. Ekki hefur núverandi ríkisstjórn komið miklu í verk eins og er. Hausverkur sem lögregluþjónar þjást af eftir að þurfa að hlusta á pottaglamur og slátt á öryggisgirðingar fyrir utan alþingishúsið er svona það helsta sem ríkisstjórnin hefur komið í verk.Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá ríkisstjórn sem hafi augun á réttu hlutunum eins og verðmætasköpun og sköpun atvinnutækifæra, ríkisstjórn sem leggi áherslu á að loka fjárlagagatinu og greini aðalatriðin frá aukaatriðunum, ríkisstjórn sem leggi grunn að endurheimt lífskjara á Íslandi.Samtök atvinnulífsins gagnrýna stjórnvöld, Marel gefur starfsmönnum frí til að mótmæla ríkisstjórninni, framhaldsskólakennarar á leið í verkfall og heilbrigðiskerfið í molum. Þetta eru kannski ókostirnir við verðmætasköpun og endurheimt lífskjara? Eða eru þetta aukaatriði?„Ríkisstjórn sem elur ekki á sundrungu heldur leggur á þessum þröngu tímum áherslu á mál sem sameina þjóðina.“Bjarni er mjög sannfærandi og færir sterk rök fyrir máli sínu. Við mælum með að þið lesið fréttina. Hún er hér og er mjög merkileg heimild. Auðvitað á svona ríkisstjórn að segja af sér. En ætli Bjarni sé sammála Bjarna? Harmageddon Mest lesið Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon
Harmageddon rakst á áhugaverða frétt frá 2010. Þar er fjallað um skoðun Bjarna Ben á stöðu þáverandi ríkisstjórnar, stjórn Jóhönnu og Steingríms, og þar útlistar hann hvað hún hefur gert rangt og rökstyður þá skoðun sína að vegna þess beri henni að segja af sér. Hún er skemmtileg net-sagnfræðin, því eins og fleiri og fleiri eru að fatta undanfarið þá gleymir netið engu og hikar ekki við að kjafta frá ef maður er ósamkvæmur sjálfum sér. Fréttin ber fyrirsögnina „Ríkisstjórnin á að segja af sér“ og þar rökstyður formaður Sjálfstæðisflokksins, hvað það er nákvæmlega sem gerir ríkisstjórn óhæfa og hvers vegna hún á að fara frá. Það vill hinsvegar svo skemmtilega til að mjög auðvelt er að snúa orðum Bjarna upp á hann sjálfan og núverandi ríkisstjórn. Feitletrað hér fyrir neðan eru skoðanir Bjarna eins og þær birtust í fréttinni frá 2010.„Í fyrra fengu kjósendur ríkisstjórn sem þeir vildu en þeir hafa nú áttað sig á því að þeir vildu ekki það sem þeir fengu,“ segir Bjarni um fylgiskönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn yfir 40% atkvæða og 27 þingmenn en stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi.Það er greinilegt að sagan endurtekur sig. Mörgum líður eins núna, t.d. kusu margir Framsóknarflokkinn út á loforð sem engin innistaða virðist vera fyrir. Samkvæmt þessari könnun mælast núverandi stjórnarflokkar samanlagt með 32% fylgi eftir tillöguna um að draga aðildarumsóknina til baka.Bjarni segir að fylgistap ríkisstjórnarinnar í könnuninni komi sér ekki á óvart. Hún hafi verið ósamstiga, lagt áherslu á röng mál, brugðist í hagsmunagæslu og svikið fyrirheit um aðgerðir.Það er eins og Bjarni sé þarna árið 2010 að húðskamma Bjarna 2014. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar er einnig ósamstiga, leggur áherslu á röng mál, bregst í hagsmunagæslu og svíkur fyrirheit. Hann má þó eiga það að hagsmunagæsla fyrir LÍÚ er mjög sterk.Að sögn Bjarna er fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins í takt við það sem fulltrúar hans hafi fundið fyrir á fundum. Nú þurfi að leggja áherslu á mál sem sameini þjóðina.Bjarna gengur ágætlega að sameina fólk í mótmælum gegn ríkisstjórn sinni. Varla átti hann þó við það. En ljóst er að þegar mótmælendum fjölgar dag frá degi og formaður ríkisstjórnarflokks er opinberlega kallaður svikari þá er hann ekki að leggja áherslu á mál sem sameini þjóðina.„Ég tel að ríkisstjórn sem er verklaus, ósamstiga og nýtur ekki trausts hafi ekkert erindi lengur,“ segir Bjarni.Maður á að spara gífuryrðin. Ekki hefur núverandi ríkisstjórn komið miklu í verk eins og er. Hausverkur sem lögregluþjónar þjást af eftir að þurfa að hlusta á pottaglamur og slátt á öryggisgirðingar fyrir utan alþingishúsið er svona það helsta sem ríkisstjórnin hefur komið í verk.Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá ríkisstjórn sem hafi augun á réttu hlutunum eins og verðmætasköpun og sköpun atvinnutækifæra, ríkisstjórn sem leggi áherslu á að loka fjárlagagatinu og greini aðalatriðin frá aukaatriðunum, ríkisstjórn sem leggi grunn að endurheimt lífskjara á Íslandi.Samtök atvinnulífsins gagnrýna stjórnvöld, Marel gefur starfsmönnum frí til að mótmæla ríkisstjórninni, framhaldsskólakennarar á leið í verkfall og heilbrigðiskerfið í molum. Þetta eru kannski ókostirnir við verðmætasköpun og endurheimt lífskjara? Eða eru þetta aukaatriði?„Ríkisstjórn sem elur ekki á sundrungu heldur leggur á þessum þröngu tímum áherslu á mál sem sameina þjóðina.“Bjarni er mjög sannfærandi og færir sterk rök fyrir máli sínu. Við mælum með að þið lesið fréttina. Hún er hér og er mjög merkileg heimild. Auðvitað á svona ríkisstjórn að segja af sér. En ætli Bjarni sé sammála Bjarna?
Harmageddon Mest lesið Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon