Lífið

Búinn að safna 50 þúsund fyrir veika systur

Ellý Ármanns skrifar
„Mér fannst hann mjög flottur. Hann kom mér mjög á óvart. Það verður spennandi að fylgjast með honum,“ segir Hermann Helenuson, þrettán ára töframaður sem vakti verðskuldaða athygli í öðrum þætti af Ísland Got Talent spurður um atriði sjö ára töframannsins Jóns Arnórs Péturssonar - sem sló í gegn í þættinum síðasta sunnudag eins og sjá má hér.

Eins og fram kom í Ísland Got Talent er Hermann staðráðinn í að hjálpa sautján ára systur sinni, Karen Helenudóttur, sem er bakveik ef hann sigrar keppnina en verðlaunaféð er tíu milljónir krónur.

Karen og Hermann standa saman.
Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir framhaldið í Ísland Got Talent? „Mjög vel. Ég og systir mín erum búin að vera á fullu að æfa magnað atriði sem ég ætla að frumsýna í þættinum.“ 

Hefur þú fengið einhver viðbrögð síðan þú komst áfram? „Já, viðbrögðin eru búin að vera alveg ótrúleg. Fullt af fólki er búið að leggja inn á styrktarreikning sem var stofnaður fyrir systur mína og síðan er ég sjálfur búinn að safna fimmtíu þúsund krónum með því að sýna töfrabrögð í barnaafmælum,“ svarar hann bjartsýnn á framhaldið enda ekki ástæða til annars.

Hermann mætir og töfrar fyrir þá sem vilja til að safna fyrir aðgerð svo systur hans geti liðið betur. Allur ágóði af sýningum Hermanns fer inná styrktarreikning fyrir hana. 

„Hérna eru upplýsingar til að leggja inn á styrktarreikninginn ef þú vilt birta það fyrir mig. Það eru frjáls framlög. Reikningsnúmer er: 322-13-110342 Kt: 031296-2349. Takk fyrir stuðninginn,“ segir Hermann að lokum.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.