Tónlist

Josh Homme fleygir manni fram af sviðinu

Queens of the Stone Age skemmta hér á Grammy-hátíðinni.
Queens of the Stone Age skemmta hér á Grammy-hátíðinni. nordicphotos/getty
Josh Homme sem er forsprakki hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age fleygði á dögunum manni fram af sviðinu á tónleikum sveitarinnar. Maðurinn ruddist inn á sviðið og var með dólgslæti en Homme var ekki lengi að koma honum í burtu.

„Ég veit ekki hvað þú ert að reyna að gera," sagði Homme við manninn og bætti við: „Þú ert heppinn að ég lúskraði ekki á þér vinur. Ég er hér til að spila."

Þá er hljómsveitin Queens of the Stone Age  lögð af stað í tónleikaferðalag um heiminn. Sveitin er að kynna nýjustu plötuna sína …Like Clockwork en hún kom út síðastliðið sumar.

Sveitin hefur meðal annars boðað komu sína á tónlistarhátíðir á borð við Coachella, Sasquatch og Hangout Fest.

Á Radio.com er hægt að sjá nánari tónleikadagsetningar sveitarinnar, þá er myndband af fleygingu Hommes einnig hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.