Tónlist

Ásgeir toppar í Tókýó

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásgeir er í fyrsta sæti í Tókýó.
Ásgeir er í fyrsta sæti í Tókýó. nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur náð fyrsta sætinu með lagið sitt King and Cross, á listanum Tokio Hot 100 Chart, sem útvarpsstöðin J-Wave birti fyrir skömmu.

J-Wave er ein vinsælasta útvarpsstöðin í Tókýó í Japan og er þetta því mikill heiður fyrir okkar mann. Þess má til gamans geta að Daft Punk eru í þriðja sæti listans með lagið Get Lucky.

Ásgeir hefur verið að fá prýðisdóma út um allan heim fyrir plötuna sína In The Silence og er á tónleikaferðalagi sem stendur.

Fyrir skömmu birti Vísir fréttir af því að hann væri í fyrsta sæti á Billboard Hot Oversea listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá var lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.