Hreinsuðu undan Porsche Lewandowski Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2014 15:46 Ekki er sjón að sjá lúxusbílinn svona skólausan! Robert Lewandowski, framherji Dortmund, er ekki vinsælasti maðurinn í Dortmund þó hann raði inn mörkunum fyrir þýska liðið og hafi gert á undanförnum árum. Hann er nefnilega að fara að spila með Bayern München á næsta tímabili og fær mun hærri laun fyrir. Reiði stuðningsmanna í Dortmund hefur nú brotist út með nokkuð afgerandi hætti því er Lewandowski kom út úr húsi sínu á mánudaginn var búið að stela dekkjaganginum undan bíl hans og stóð hann eftir á músteinum. Bíllinn er ekki af verri gerðinni, Porsche Cayenne GTS sem kostar 70.000 Evrur í Þýskalandi. Tjón Lewandowski á því að tapa bæði dekkjum og álfelgum bílsins er um 2.000 Evrur, en að auki þarf að gera við undirvagn bílsins þar sem þjófarnir skemmdu hann með því að hlaða múrsteinum undir hann. Þessi verknaður er ekki beint þakklæti fyrir þau tvö mörk sem framherjinn skæði skoraði fyrir Dortmund um helgina gegn Werder Bremen, er Dortmund vann 5-1. Lewandowski er líklega orðinn þreyttur á verunni í Dortmund því brotist var inn í hús hans um jólaleitið 2012, áhangendur Dortmund hrópa ókvæðisorðum á hann í leikjum og einn þeirra kærði hann eftir að Lewandowski átti að hafa slegið til hans fyrir utan heimili framherjans. Áhangandinn hafði hrópað til Lewandowski að hann hefði alltof há laun. Áhangandinn dró svo kæruna til baka. Leiða má líkum að því að Lewandowski bíði í ofvæni eftir vistaskiptunum til München og að þar fá hann meiri frið í einkalífinu. Lewandowski fagnar einu af sínum mörgu mörkum fyrir Dortmund. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Robert Lewandowski, framherji Dortmund, er ekki vinsælasti maðurinn í Dortmund þó hann raði inn mörkunum fyrir þýska liðið og hafi gert á undanförnum árum. Hann er nefnilega að fara að spila með Bayern München á næsta tímabili og fær mun hærri laun fyrir. Reiði stuðningsmanna í Dortmund hefur nú brotist út með nokkuð afgerandi hætti því er Lewandowski kom út úr húsi sínu á mánudaginn var búið að stela dekkjaganginum undan bíl hans og stóð hann eftir á músteinum. Bíllinn er ekki af verri gerðinni, Porsche Cayenne GTS sem kostar 70.000 Evrur í Þýskalandi. Tjón Lewandowski á því að tapa bæði dekkjum og álfelgum bílsins er um 2.000 Evrur, en að auki þarf að gera við undirvagn bílsins þar sem þjófarnir skemmdu hann með því að hlaða múrsteinum undir hann. Þessi verknaður er ekki beint þakklæti fyrir þau tvö mörk sem framherjinn skæði skoraði fyrir Dortmund um helgina gegn Werder Bremen, er Dortmund vann 5-1. Lewandowski er líklega orðinn þreyttur á verunni í Dortmund því brotist var inn í hús hans um jólaleitið 2012, áhangendur Dortmund hrópa ókvæðisorðum á hann í leikjum og einn þeirra kærði hann eftir að Lewandowski átti að hafa slegið til hans fyrir utan heimili framherjans. Áhangandinn hafði hrópað til Lewandowski að hann hefði alltof há laun. Áhangandinn dró svo kæruna til baka. Leiða má líkum að því að Lewandowski bíði í ofvæni eftir vistaskiptunum til München og að þar fá hann meiri frið í einkalífinu. Lewandowski fagnar einu af sínum mörgu mörkum fyrir Dortmund.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent