Nissan Leaf mest seldi bíllinn í Noregi það sem af er 2014 Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 08:45 Nissan Leaf hlaðinn. Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent