Graco endurkallar 3,8 milljón barnastóla Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 00:00 Barnabílstóll frá Graco. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem endurkalla framleiðslu sína vegna galla, það getur einnig átt við framleiðendur barnabílstóla. Barnabílastólaframleiðandinn Graco hefur nú þurft að endurkalla 3,8 milljónir barnabílstóla vegna þess að erfitt getur reynst að leysa festingu belta þeirra sem skapar augljósa hættu af í skyndi þyrfti að leysa börn úr þeim við hættuástand. Eru þessir stólar framleiddir frá árunum 2009 til 2013 og af alls 11 gerðum þeirra og þykja 7 gerðir sérstaklega slæmar. Mörgum foreldrum hefur reynst erfitt að leysa festingu beltanna og mikið afl hefur þurft til. Hefur sumum þeirra verið nauðugur einn kostur, þ.e. að klippa belti stólanna í sundur og er slíkt æði tímafrekt og alsendis óvíst að fólk hafi nokkurt verkfæri til þess í neyð. Hefur bifreiðaöryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA, borist 80 kvartanir fólks yfir þessum stólum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent