Bestu bílarnir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2014 16:15 Toyota bílar koma vel út sem fyrr. Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent
Flestir þeir sem kaupa sér nýja bíla velta fyrir sér hversu góðir þeir eru í endursölu, því einhverntíma kemur að því að selja þá. Það sem skiptir máli við endursölu er hversu margt hefur bilað og hve miklir annmarkar eru á bílnum eftri tiltekinn árafjölda. Bílatímaritið Auto Bild gerði viðamikla könnun á því hversu mikla annmarka var að finna á 217 bílgerðum eftir mismörg ár. Segja má að sigurvegarinn í heild í þessari könnun sé Toyota en Toyota á alls 15 bíla á topp 10 lista þeirra 5 aldursflokka bíla sem kannaðir voru. Enginn annar framleiðandi kemst nálægt Toyota hvað fjölda bíla varðar á lista þeirra efstu, en Mazda, Porsche og Volkswagen eiga sex bíla á listanum og Audi og Mercedes Benz fjóra bíla hvort. BMW á einungis einn bíl á listanum. Franskir og ítalskir bílar koma illa út úr þessari könnun og bílgerðirnar Chrysler PT Cruiser og Dacia Logan afleitlega.Opel Meriva og Toyota Prius bestir þeirra yngstu Í flokki bíla sem eru tveggja til þriggja ára stóð Opel Meriva efstur á palli, en í öðru sæti var Mazda2 og Toyota iQ í því þriðja. Þessi árangur Opel Meriva bílsins er athygliverður í ljósi þess að enginn annar bíll frá Opel náði á topp 10 listann í öllum 5 aldursflokkunum. Neðstu þrír bílarnir í þessum flokki reyndust vera Citroën C4, Fiat Panda og Dacia Logan og var Logan þeirra lægstur. Í flokki bíla sem eru fjögurra til fimm ára er Toyota Prius sigurvegarinn, Ford Kuga í öðru sæti og Porsche Cayenne og Volkswagen Golf Plus eru jafnir í því þriðja. Neðstu bílar í þessum flokki voru svo Fiat Dobló, Citroën C4 og þeirra allra neðstur var aftur Dacia Logan. Greinilega ekki góður bíll þar á ferð, en ódýr.Porsche og Toyota sigurvegarar eldri bíla Í flokki sex til sjö ára bíla stendur Toyota Prius aftur efst á blaði, Porsche 911 í öðru sæti og Mazda2 í því þriðja. Neðstu bílarnir í þessum aldursflokki voru Dacia Logan, Fiat Dobló og þeirra allra neðstur var Chrysler PT Cruiser. Í flokki átta og níu ára bíla trónir Porsche 911 efstur, en næstir honum koma Toyota Corolla Verso og Toyota RAV 4. Ekki slæmur dómur á Toyota bíla þar, en Toyota Avensis náði einnig fimmta sætinu í þessum aldursflokki bíla. Neðstir í flokknum voru Chrysler PT Cruiser, Fiat Dobló og allra neðstur Mercedes Benz M-Klasse.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent