Sport

Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. vísir/daníel
Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum.

"Aníta getur borið höfuðið hátt eftir hlaupið, lagði allt í þetta og hljóp á sínum næst besta tíma. Hún er að læra að glíma við eldri og reyndari hlaupari og er á réttri leið. Ég ber þetta aðeins saman við hlaupin í Gautaborg innanhúss í fyrra þar sem hún var í fyrsta sinn að keppa við eldri hlaupar af þessari getur. Þá var hún að hlaupa 2 sekúndum hægar en í dag. Hún er því að gera virkilega vel," sagði þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson á Facebook eftir hlaupið og bætti við.

"Anítu líður best fremst og með góðri keyrslu fyrstu 400. Í dag tók eins stúlkan að sér að halda uppi hraða fyrstu 400 á 59 - hún var ekki einu sinni í forystu eftir 61 sekúndna 400. Aníta eyddi svo of miklum kröftum í hraðabreytingar eftir þetta þannig að hún var ekki í nógu góðri vinnslu síðustu 150. Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið er sér þegar frá líður að hún var að gera vel. Það var gaman að vera í þessu umhverfi."

Hér að neðan má sjá hlaupið í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×