Lífið

Fékk standandi lófaklapp en komst ekki áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórði þátturinn af Ísland Got Talent var sýndur á Stöð 2 í kvöld en um er að ræða hæfileikaþátt þar sem Íslendingar láta ljós sitt skína.

Margrét Lára Þórarinsdóttir, 37 ára söngkennari frá Egilsstöðum, tók af skarið í kvöld og söng lagið Summertime. Áhorfendur í sal voru greinilega mjög hrifnir af frammistöðu Möggu Láru en dómararnir voru ekki alveg á sama máli.

Jón Jónsson og Þorgerður Katrín vildu fá að sjá söngkonuna áfram í keppninni en Bubbi og Þórunn Antonía hleyptu henni ekki í gegn. Hún komst því ekki áfram.

Lesendur Vísis geta nú séð frammistöðu Margrétar Láru hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.