Lífið

Sigurvegararnir á BAFTA-hátíðinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bresku BAFTA-verðlaunin voru afhent í Konunglegu óperunni í London í gærkvöldi. Verðlaunin eru mjög virt og gefa oftar en ekki vísbendingu um hver muni hreppa Óskarinn.

Kvikmyndin Gravity var valin besta breska myndin og þá var leikstjóri hennar, Alfonso Cuarón einnig verðlaunaður. Chiwetel Ejiofor var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir 12 Years a Slave og Cate Blanchett besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Blue Jasmine.

Listi yfir alla sigurvegara:

Leikstjóri: Alfonso Cuarón – Gravity

Leikari í aðalhlutverki: Chiwetel Ejiofor – 12 Years a Slave

Leikkona í aðalhlutverki: Cate Blanchett – Blue Jasmine

Leikari í aukahlutverki: Barkhad Abdi – Captain Phillips

Leikkona í aukahlutverki: Jennifer Lawrence – American Hustle

Tónlist: Steven Price – Gravity

Besta myndin: 12 Years a Slave

Besta breska myndin: Gravity



Handrit: Steve Coogan, Jeff Pope – Philomena

Heimildarmynd: The Act of Killing

Teiknimynd: Frozen

Frumsamið handrit: Eric Warren Singer, David O. Russell – American Hustle

Besta frumraun bresks handritshöfundar, leikstjóra eða framleiðanda: Kieran Evans – Kelly + Victor

Mynd ekki á ensku: The Great Beauty

Kvikmyndataka: Emmanuel Lubezki – Gravity

Klipping: Dan Hanley, Mike Hill – Rush

Leikmyndahönnun: Catherine Martin, Beverly Dunn – The Great Gatsby

Búningahönnun: Catherine Martin – The Great Gatsby



Förðun og hár: Evelyne Noraz, Lori McCoy-Bell – American Hustle

Hljóð: Glenn Freemantle, Skip Lievsay, Christopher Benstead, Niv Adiri, Chris Munro – Gravity

Tæknibrellur: Tim Webber, Chris Lawrence, David Shirk, Neil Corbould, Nikki Penny – Gravity

Bresk, teiknuð stuttmynd: Sleeping With the Fishes

Bresk stuttmynd: Room 8

Rísandi stjarna: Will Poulter








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.