Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Frosti Logason skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Jeff Hall og Mike Massé hafa spilað saman í yfir tuttugu ár. Þriggja ára gömul upptaka af miðaldra trúbador-dúett á pizza-búllu í Utha í Bandaríkjunum, fer nú sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Á upptökunni er að finna ábreiðu þeirra Mike Massé og Jeff Hall af hinum ódauðlega slagara Africa eftir hljómsveitina Toto. Myndbandið hefur verið að dreifast mjög hratt undanfarnar vikur en það hefur fengið hátt í þrjár milljónir spilanir þegar þetta er skrifað. Fyrir marga kunna þessar vinsældir að hljóma ótrúlega en þegar horft er á myndbandið koma þær ekki á óvart. Lagaval þeirra félaga virðist henta þeim sérlega vel og má segja að þeir hitti þarna naglann í botn í einu þéttu höggi. Flutningurinn er hreint út sagt ótrúlegur. Mike Massé gerir frábærlega vel í að ná rödd upprunalegu útgáfunnar og félagi hans Jeff Hall fylgir eftir með því að radda lagið óaðfinnanlega. Útlitslega séð minna þeir félagar óneitanlega á Tenacious D, dúett Jack Black og Kyle Gass. En þetta er einfaldlega miklu betra. Mike og Jeff eru líka ekkert í kvikmyndabransanum en þeir eru reyndar báðir í fullu starfi sem lögfræðingar í sínum heimabæ. Þetta er ekki eina upptakan með þessum rísandi stjörnum á YouTube. Frá árunum 2009/2010 hafa þeir sett inn ótal útgáfur af þekktum slögurum með sveitum eins og U2, Coldplay, Rolling Stones og mörgum fleirum. Allt frábærar útsetningar með mögnuðum flutningi. Ef þú varst ekki búinn að kíkja á þetta nú þegar þá verður þú að gera það núna. Harmageddon Mest lesið Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Sannleikurinn: Yfirmenn knattspyrnudeilda slógust eftir leik FH og Vals Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Sparperuruglið í Vigdísi Hauks Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon
Þriggja ára gömul upptaka af miðaldra trúbador-dúett á pizza-búllu í Utha í Bandaríkjunum, fer nú sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Á upptökunni er að finna ábreiðu þeirra Mike Massé og Jeff Hall af hinum ódauðlega slagara Africa eftir hljómsveitina Toto. Myndbandið hefur verið að dreifast mjög hratt undanfarnar vikur en það hefur fengið hátt í þrjár milljónir spilanir þegar þetta er skrifað. Fyrir marga kunna þessar vinsældir að hljóma ótrúlega en þegar horft er á myndbandið koma þær ekki á óvart. Lagaval þeirra félaga virðist henta þeim sérlega vel og má segja að þeir hitti þarna naglann í botn í einu þéttu höggi. Flutningurinn er hreint út sagt ótrúlegur. Mike Massé gerir frábærlega vel í að ná rödd upprunalegu útgáfunnar og félagi hans Jeff Hall fylgir eftir með því að radda lagið óaðfinnanlega. Útlitslega séð minna þeir félagar óneitanlega á Tenacious D, dúett Jack Black og Kyle Gass. En þetta er einfaldlega miklu betra. Mike og Jeff eru líka ekkert í kvikmyndabransanum en þeir eru reyndar báðir í fullu starfi sem lögfræðingar í sínum heimabæ. Þetta er ekki eina upptakan með þessum rísandi stjörnum á YouTube. Frá árunum 2009/2010 hafa þeir sett inn ótal útgáfur af þekktum slögurum með sveitum eins og U2, Coldplay, Rolling Stones og mörgum fleirum. Allt frábærar útsetningar með mögnuðum flutningi. Ef þú varst ekki búinn að kíkja á þetta nú þegar þá verður þú að gera það núna.
Harmageddon Mest lesið Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Sannleikurinn: Yfirmenn knattspyrnudeilda slógust eftir leik FH og Vals Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Kanye West tók 360 milljónir króna fyrir tónleika og enginn nennti að horfa Harmageddon Sparperuruglið í Vigdísi Hauks Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon