Sport

Á öðru skíðinu í mark eftir ótrúlegt klúður í lokahliðinu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Luitz, 21 árs gamall Þjóðverji, var að skíða frábærlega í stórsviginu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí en aðeins ótrúlegt klúður kom í veg fyrir að hann keppi um verðlaun í greininni.

Stefan Luitz var nálægt besta tímanum þegar hann var að að koma í markið og mikil spenna í loftinu hvort að hann myndi ná Bandaríkjamanninum Ted Ligity.

Stefan Luitz fær hinsvegar ekki að taka þátt í seinni ferðinni eftir að hafa verið dæmdur úr leik fyrir krækja skíðinu í lokahliðið í brautinni.

Það hægði ekki aðeins á Stefan Luitz sem kom með annan bestan tímann í mark heldur var ferðin dæmd ólögleg þar sem að hann "sleppti" hliði.

Það er hægt að sjá myndband með ferð Stefan Luitz hér fyrir ofan en strákurinn gat skiljanlega ekki leynt vonbrigðum sínum í markinu þar sem hann stóð á öðru skíðinu.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×