Bílar

Sala bíla fer vel af stað

Finnur Thorlacius skrifar
Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs.
Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs.
Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust.

Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá.

Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar. 






×