Lífið

Bruno Mars og Red Hot Chili Peppers slógu í gegn

Stjörnurnar skemmtu sér og öðrum í hálfleikssýningu á Super Bowl.
Stjörnurnar skemmtu sér og öðrum í hálfleikssýningu á Super Bowl. Nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars og hin virta rokkhljómsveit Red Hot Chili Peppers komu fram í hálfleikssýningunni á leiknum um Ofurskálina, eða Super Bowl sem fram fór síðastliðna nótt. Leikurinn fór fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey.

Bruno Mars byrjaði sýninguna á trommusólói og sló heldur betur í gegn. Margir eru á því máli að Bruno Mars sé talsvert betri trommuleikari en kollegi hans, Justin Bieber.

Síðari hluta sýningarinnar kom svo ein virtasta rokksveit sögunnar Red Hot Chili Peppers fram á sviðið og tók eitt sitt þekktasta lag, Give it Away. Mikið var um dýrðir á sviðinu þegar að stjörnurnar tóku lagið saman. Hægt er að sjá myndband af sýningunni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.