Veður minnkar bílasölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 13:00 Víða í Bandaríkjunum hefur fólk þurft að glíma við snjó sem aldrei fyrr. Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Bílasala í Bandaríkjunum í nýliðnum janúar féll um 3% frá árinu í fyrra og er veðri kennt um minnkandi bílasölu í mánuðinum. Veður hafa verið válind víða um Bandaríkin nú í byrjun árs og það er ekki efst í huga þarlendra að flakka á milli bílaumboða, heldur frekar að halda sig heima. Gengi bílaframleiðenda var æði misjafnt í mánuðinum og féll sala General Motors um 12% og um 7% hjá Ford og Toyota. Af minni seljendum þar þá minnkaði sala Volvo um 22%, 19% hjá Volkswagen, 12% hjá Mazda og 8% hjá Porsche. Mestri söluaukningu náði Maserati, eða 229%. Subaru heldur áfram góðu gengi sínu vestanhafs með 19% aukningu og sama á við um Jaguar/Land Rover sem jók söluna um 15%. BMW og Nissan voru með 10% aukningu og Kia og Mercedes Benz voru með 2% aukningu. Mercedes Benz heldur áfram meiri sölu en BMW, en fyrirtækin háðu mikla baráttu í fyrra í Bandaríkjunum á fjölda seldra bíla. Náði Mercedes Benz tæpum 24.000 bílum en BMW rúmum 18.000 bílum í janúar. Audi seldi ríflega 10.000 bíla en Lexus tæplega 18.000 bíla.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent