Tónlist

Outkast og Soundgarden á svið á ný

Chris Cornell kemur fram ásamt hljómsveit sinni Soundgarden á Sasquatch-tónlistarhátíðinni í sumar.
Chris Cornell kemur fram ásamt hljómsveit sinni Soundgarden á Sasquatch-tónlistarhátíðinni í sumar. nordicphotos/getty
Tvær ofurhljómsveitir eru að koma saman á ný á næstunni, þær Outkast og Soundgarden. Báðar sveitirnar koma fram á Sasquatch-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í sumar en hún skiptist í tvær hátíðir.

Hljómsveitin Outkast verður aðalnúmerið á fyrri Sasquatch-hátíðinni, Memorial Day Weekend, sem fram fer 22. til 25. maí. Fleiri þekkt nöfn sem koma fram þar eru The National, Queens of the Stone Age og M.I.A.

Á síðari hátíðinni, Fourth of July Weekend, sem fram 4. til 6. júlí verður hin goðsagnakennda Grunge hljómvseit Soundgarden aðalnúmerið. Þar munu einnig koma fram þekkt nöfn á borð við Kraftwerk, New Order, Frank Ocean, Röyksopp og Robyn.

Tónlistarhátíðin fer fram í Gorge Amphitheatre, í borginni George, í Washington-fylki.

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.