Sport

Vel tekið á móti meisturunum í Seattle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hópur stuðningsmanna Seattle tók á móti liðinu á flugvellinum þar í borg.
Hópur stuðningsmanna Seattle tók á móti liðinu á flugvellinum þar í borg. Vísir/AP
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Seattle Seahawks sneru aftur til Seattle í gær með Vince Lombardi-bikarinn í farteskinu.

Seahawks vann afar sannfærandi sigur á Denver Broncos í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, aðfaranótt sunnudags. Heimamenn fögnuðu vel og innilega enda í fyrsta sinn síðan 1979 sem íþróttalið frá borginni vinnur meistaratitil í einni af stóru deildunum vestanhafs.

Fagnaðarlætin í borginni stóðu yfir langt fram á næsta morgun og sagði lögreglan að þau hafi að mestu farið vel fram. Þó voru tvær skotárásir tilkynntar en enginn særðist lífshættulega í þeim. Innan við tíu voru handteknir, að sögn yfirvalda.

Stuðningsmenn voru hvattir til að taka ekki á móti liðinu á Tacoma-flugvellinum í Seattle og láta heldur duga að heiðra liðið í skrúðgöngu sem verður haldin því til heiðurs í borginni á morgun.

Stuðningsmannasveit Seattle kallar sig tólfta manninn.
Pete Carroll, þjálfari, gengur frá borði.Vísir/AP
John Schneider, framkvæmdarstjóri Seahawks.Vísir/AP
Kátir stuðningsmenn.Vísir/AP
Varnarmaðurinn Richard Sherman tognaði á ökkla í leiknum.Vísir/AP
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×