Hálfleikssýning Super Bowl: „Okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 15:06 Red Hot Chili Peppers dilluðu sér við lagið Give It Away við mikinn fögnuð gesta. vísir/getty Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“ Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira