Tónlist

Melrakkar leika Kill 'Em All í heild sinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hljómsveitin er skipuð fimm skipuð reynsluboltum úr íslensku rokki.
Hljómsveitin er skipuð fimm skipuð reynsluboltum úr íslensku rokki.
Melrakkar er nýstofnuð hljómsveit skipuð reynsluboltum úr íslensku rokki. Sveitin heldur tvenna tónleika í byrjun mars þar sem platan Kill 'Em All verður leikin í heild sinni.

Kill 'Em All er fyrsta breiðskífa þungarokkshljómsveitarinnar Metallica og kom út árið 1983. Olli hún straumhvörfum í þungarokkinu og í tilkynningu frá Melrökkum segja þeir plötuna einfaldlega vera meistaraverk.

„Melrakkar er nýstofnuð hljómsveit 5 manna sem allir hafa gengið gegnum lífið með Kill ‘Em All í blóðinu. Verkefnið er einfalt: Spila plötuna í gegn á tónleikum fyrir þá sem vilja hlusta.“

Melrakka skipa þeir:

Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir) - söngur

Bjarni M. Sigurðarson (Mínus) - gítar

Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) - gítar

Flosi Þorgeirsson (HAM) - bassi

Björn Stefánsson (Mínus) - trommur

Tónleikarnir verða á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og á Gamla Gauknum í Reykjavík laugardaginn 8. mars. Forsala miða er hafin á Miði.is.

Hit the Lights, fyrsta lag plötunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.