Sport

MÍ um helgina - Gera Aníta og Kári Steinn atlögu að Íslandsmetunum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í dag og á morgun í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en um 150 keppendur frá 13 samböndum og félögum eru skráðir til leiks að þessu sinni.

Þetta er þriðja helgin í röð þar sem flott frjálsíþróttamót fer fram í Laugardalnum en helgarnar á undan var keppt þar á Reykjavíkurleikunum og á Stórmóti ÍR.

Bæði Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson eru með og þau gera eflaust atlögu að metum í sínum greinum.

Hafdís Sigurðardóttir hefur sýnt að hún er í góðu formi og til alls líkleg, en hún fær sjálfsagt mikla keppni frá Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur sem hefur hlaupið vel á undanförnum mótum.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson sem kom á óvart á nýafstöðnum RIG leikum mun eflaust gera tilkall til meistaratitils í 60 m hlaupi, en fær örugglega keppni frá meistara síðasta árs, Haraldi Einarssyni.

Mikil keppni verður í einstökum greinum, en alls verða fjórir undanúrslitariðlar í 60 m hlaupi karla og 7 riðlar í 200 m hlaupi kvenna svo dæmi séu nefnd.

Keppni hefst kl. 12 í dag og kl. 11 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×