Lífið

Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsstöðin HBO er búin að setja myndband á netið þar sem skyggnst er bakvið tjöldin við gerð fjórðu seríu af Game of Thrones.

Spjallað er við helstu leikara seríunnar en tökur stóðu yfir í 136 daga í þremur löndum; Íslandi, Króatíu og Norður-Írlandi.

Serían verður frumsýnd 6. apríl en þrjú hundruð manna tökulið kom hingað síðasta sumar og tók meðal annars upp í Þjórsárdal, á Hengilssvæðinu og við Stekkjagjá á Þingvöllum. Þá fer kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson með hlutverk í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×