Körfubolti

Aldridge í ham gegn Denver | Miami lagði L.A. Lakers

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aldridge treður í leiknum í nótt.
Aldridge treður í leiknum í nótt. Vísir/AFP
LaMarcus Aldridge setti persónulegt með 44 stigum í 110-105 sigri Portland Trail Blazers gegn Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt.

Aldridge skoraði síðustu tíu stig Portland sem var undir stóran hluta leiksins. Tvö vítaskot framherjans komu liðinu í 106-105 þegar 43 sekúndur lifðu leiks. Aldridge tók auk þes 13 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

Kobe Bryant var á meðal stjörnuleikmanna sem ekki áttu heimangengt þegar Miami Heat vann 109-102 heimasigur á L.A. Lakers. Chris Bosh setti niður 31 stig og LeBron James 27 stig fyrir Miami sem halda áfram að elta Indiana Pacers í baráttunni um efsta sætið í Austurdeildinni.

Pau Gasol var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 11 fráköst. Lakers hefur tapað 14 af síðustu 17 leikjum sínum.

Hér að neðan má sjá stórkostleg tilþrif frá Damian Lillard með Portland gegn Denver í nótt.

NBA

Tengdar fréttir

NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt

Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum.

NBA: San Antonio náði ekki að stoppa hinn sjóðheita Durant

Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.

Flautukarfa Gibson tryggði sigur á Lakers

Þótt innan við sekúnda væri eftir á klukkunni tókst Chicaco Bulls að taka innkast og skora sigurkörfuna gegn Los Langeles Lakers í NBA-deildinni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×