Í New York eiga 56% fjölskyldna ekki bíl Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 09:44 Bílaeign minnkar í Bandarískum borgum. Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum hefur orðið sú þróun á undanförnum árum að fólki í borgum sem ekki kýs að eiga bíl hefur fjölgað mjög. Í sex stærstu borgum Bandaríkjanna eru meira en 30% fjölskyldna bíllausar og hefur New York nokkra sérstöðu, þar sem 56,5% fjölskyldna eiga ekki bíl þar. Er þetta í nokkru ósamræmi við landið í heild því að 90,8% fjölskyldna í Bandaríkjunum öllum eiga bíl, en þeim hefur þó farið örlítið fækkandi á síðustu árum. Af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hefur orðið fækkun bíla í 21 þeirri á síðustu fimm árum. Stærri borgirnar hafa mikla sérstöðu í þessum efnum, enda vafalaust erfitt að vera bíllaus í dreifðari byggðum landsins og smábæjum.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent