Ný þáttaröð Top Gear að byrja Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 11:51 Á sunndaginn næsta hefst á BBC 2 ný þáttaröð bílabrjálæðinganna í Top Gear. Ávallt er þessara þátta beðið með mikilli eftirvæntingu og af þeim myndbrotum sem sjást hér verða áhorfendur ekki sviknir nú frekar en fyrr. Það eru ekki bara bílar sem fá að finna fyrir hrottaskap þremmenninganna, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, heldur sést bregða fyrir bæði sæketti og skriðdreka. Af þeim bílum sem þeir sjást aka eru Alfa Romeo 4C, 6 hjóla Mercedes Benz G-Wagen, McLaren P1 og Zenvo ST1. Allt feykiöflugir bílar, en McLaren P1 er 903 hestafla ofurkaggi. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Á sunndaginn næsta hefst á BBC 2 ný þáttaröð bílabrjálæðinganna í Top Gear. Ávallt er þessara þátta beðið með mikilli eftirvæntingu og af þeim myndbrotum sem sjást hér verða áhorfendur ekki sviknir nú frekar en fyrr. Það eru ekki bara bílar sem fá að finna fyrir hrottaskap þremmenninganna, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, heldur sést bregða fyrir bæði sæketti og skriðdreka. Af þeim bílum sem þeir sjást aka eru Alfa Romeo 4C, 6 hjóla Mercedes Benz G-Wagen, McLaren P1 og Zenvo ST1. Allt feykiöflugir bílar, en McLaren P1 er 903 hestafla ofurkaggi.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent