Körfubolti

Millsap og Durant bestu leikmenn vikunnar í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder átti stórkostlega viku.
Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder átti stórkostlega viku. Vísir/AP
Paul Millsap hjá Atlanta Hawks og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru kosnir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þarna voru forráðamenn NBA-deildarinnar að verðlauna menn fyrir vikuna 20. til 26. janúar.

Paul Millsap var sá besti í Austurdeildinni en hann var með 21,3 stig, 7,3 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik og Atlanta Hawks vann þrjá af fjórum leikjum sínum. Besta frammistaða Millsap var eflaust þegar Atlanta Hawks vann meistara Miami Heat en í þeim leik var Millsap með 26 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Kevin Durant átti magnaða viku með Oklahoma City Thunder og leiddi sitt lið til sigurs í öllum fjórum leikjunum. Durant var með 38,0 stig, 8,7 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með þrefalda tvennu, 32 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar, í sigri á Philadelphia 76ers.

Aðrir sem komu til greina sem bestu leikmenn vikunnar voru þeir: Mirza Teletovic hjá Brooklyn Nets, Al Jefferson hjá Charlotte Bobcats, Stephen Curry hjá Golden State Warriors, Zach Randolph hjá Memphis Grizzlies, Chris Bosh og LeBron James hjá Miam Heat, Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans, Carmelo Anthony hjá New York Knicks og svo DeMar DeRozan og Terrence Ross hjá and Toronto Raptors.

Hér fyrir neðan má sjá bestu tilþrif vikunnar.

Paul Millsap hjá Atlanta Hawks.Vísir/AP


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×