Tónlist

Iggy Pop, Joe Walsh og New Order sameina krafta sína

Töffarinn Iggy Pop kemur fram á tónleikunum.
Töffarinn Iggy Pop kemur fram á tónleikunum. Nordicphotos/Getty
Listamennirnir Iggy Pop, Joe Walsh sem er líklega best þekktur sem gítarleikari Eagles og hljómsveitin New Order eru á meðal þeirra listamanna sem koma fram á 24. styrktartónleikunum til styrktar Tibet House U.S. í New York.

Um er að ræða menningarsetur sem sérhæfir í að varðveitamenningu Tíbet,  gallerí ogbókasafn. Menningarsetrið var stofnað árið1987að beiðniDalaiLama.

Tónleikarnir fara fram þann 11. mars næstkomandi í Carnegie salnum í New York. Leikararnir Maggie Gyllenhaal og Peter Sarsgaard er sérstakir heiðursgestir á tónleikunum.

Að auki koma fram Patti Smith ásamt hljómsveit, Bryce Dessner gítarleikari The National og tíbeski tónlistarmaðurinn Techung, Nico Muhly og Philip Glass.

Á síðasta ári komu fram á tónleikunum Patti Smith, Tenzin Choegyal, Tune-Yards, Jim James úr My Morning Jacket, Ariel Pink, Rahzel og Ira Glass úr This American Life.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.