Audi ratar á grænu ljósin Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 12:30 Prófunarbíllinn - Audi A6 Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent
Audi hefur hannað hugbúnað sem þeir kalla Traffic Light Assist sem hjálpar ökumönnum að halda jöfnum hraða á komandi grænt ljós í umferðinni. Búnaðurinn er með WiFi-tengingu en treystir ekki á myndavélar. Í mælaborðinu birtist mynd sem sýnir hversu margar sekúndur líða þangað til grænt ljós tekur við af rauðu en búnaðurinn tengist upplýsingum frá umferðarljósunum. Búnaðurinn í Audi bílunum tengist líka start/stop búnaði bílsins og bílarnir drepa á sér og starta þegar réttur tími er til að leggja af stað á grænu ljósi. Audi hefur prófað búnaðinn á Audi A6 bíl í umferðinni í Las vegas og virkaði hann einkar vel. Audi hefur einnig prófað þennan búnað í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru, sem og í Berlín. Þessi tækni er enn eitt búnaðurinn sem minnkar eyðslu bíla og ef að líkum lætur mun sjást í fjöldaframleiddum bílum Audi á næstunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent