Mikið af plássi og lúxus Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 11:00 Mercedes Benz ML. Reynsluakstur – Mercedes Benz ML 250Tilkoma ML jeppa Mercedes Benz árið 1997 markaði tímamót bæði hjá Mercedes Benz og öllum lúxusbílaframleiðendunum. Hann var lúxusjeppanna fyrstur og keppinauturinn BMW X5 kom ári seinna. Nú er ML jeppi Mercedes af þriðju kynslóð og var hún kynnt til sögunnar árið 2012. ML jeppinn liggur í stærð á milli GLK jepplingsins og stóra GL jeppans. Fyrsta kynslóð ML jeppans er líklega einna frægust fyrir það að vera hin mesta hrákasmíð og alls ekki sæmandi hinu virta merki Mercedes Benz. Gárungarnir sögðu að hann hefði verið meira á verkstæðum en í akstri og það virtist flest geta bilað í bílnum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og er ML jeppinn nú á hinum enda litrófsins, er vel smíðaður og hefur nú á sér allt aðra ímynd. Hann er enn smíðaður í Alabama í Bandaríkjunum en þar á bæ virðast menn hafa tekið sig verulega á í smíðinni. Prófaður var ML250 Bluetech á dögunum og reyndast sá reynsluakstur hinn ánægjulegasti.Merkilega dugleg lítil dísilvélMercedes Benz ML250 er með nettri fjögurra strokka dísilvél, aðeins 2,1 lítra en fjári öflugri engu að síður. Hún er 204 hestöfl og með 500 Nm tog og fer bara nokkuð létt með þennan 2,15 tonna bíl. Hámarksafl næst strax við 1.600 snúninga og einhvernvegin er aldrei mikil þörf fyrir að láta hana snúast mikið meira en 2.000 snúninga. ML jeppann má líka fá með 6 strokka vél sem er 258 hestöfl en þá er hann líka um 2 milljónum dýrari. Það sem aðallega veldur því er að hann fellur í hærri vörugjaldsflokk. Vegna lítillar mengunar minni vélarinnar, eða aðeins 158 g/CO2, fær hann aðeins á sig 25% vörugjald sem heldur verði hans niðri. Askja býður ML jeppann aðeins með þessum tveimur dísilvélum og líklega væru bensínútgáfur hans ótæpilega dýrar. Þar sem greinarritari hefur einnig prófað stærri dísilvélina er rétt að upplýsa að hún er mun þýðgengari og um leið hljóðlátari. Það verður ekki sagt um þá minni, þó hún skili ágætu afli. Eyðslan í reynsluakstrinum, sem aðallega var innan borgarmarkanna, var ávallt milli 10 og 11 lítrar en uppgefin eyðsla frá framleiðanda er 7,0 lítrar innanbæjar. Þarna munar heilmiklu, en því miður er svo alltof oft við reynsluakstur bíla þó svo ekki sé tekið ýkja hressilega á þeim.Frábær akstursbíllAkstur bílsins kemur skemmtilega á óvart og verður ekki annað sagt en hér fari sérlega góður akstursbíll. Hann er aðdáunarvert stöðugur á vegi, sama hvert undirlagið er og gaman er að leggja mikið á hann í beygjum, sem ekki á nú við alla jeppa. Ekki er slæmt að vita af skrikvörninni í bílnum sem virkar einstaklega vel og því er nánast ómögulegt að fara sér að voða við aksturinn. Skrikvörnin kemur ljúflega inn og átakalaust, alveg eins og skrikvörn af bestu gerð á að gera. Sjálfskiptingin er mjög góð og fullnýtir afl vélarinnar. Fjöðrun bílsins virðist alveg frábærlega uppsett og fyrir vikið verður aksturinn eins og að svífa um á silkiskýi. Í raun er leit að öðru eins við akstur nokkurs jeppa. Ekki fékk bíllinn að finna fyrir miklum ófærum en víst er með fullkomnum búnaði sínum og aðstoðarkerfum að þar stendur hann sig vel og fer ágætum sögum af honum við erfiðari aðstæður. Stýrið er hæfilega létt og nákvæmt og eykur enn á ánægjulegan aksturinn.Gullfallegur að innanVel hefur heppnast til hjá Mercedes Benz með innréttingu þessa bíls. Það lekur af honum lúxusinn og efnisval og frágangur á öllu alveg til fyrirmyndar. Sætin öll eru mjög góð og setið er hátt í bílnum sem tryggir enn betra útsýtni. Rafmagnsstillingar framsætanna eru alltaf dálítið sérstakar hjá Benz, eða í hurðunum, ekki í sætunum sjálfum. Útlit þeirra er sérlega laglegt og í heild mynda takkarnir útlit sætis, en það er óneitanlega skrítið að stilla sætin í hurðunum. Innanrýmið í ML bílnum er svakalega gott og hefur vaxið nokkuð milli kynslóða. Farangursrými er 690 lítrar og 2.010 lítrar ef aftursæti eru felld. Þessar tölur eru með því allra bestu sem bjóðast. Mercedes Benz ML jeppinn fæst á grunnverðinu 10.690.000 krónur og er hann því ódýrastur þeirra bíla sem helst keppa við hann, þ.e. BMW X5, Audi Q7 og Porsche Cayenne. Hann er reyndar með aflminnstu vélina en það fæst mikið fyrir aurinn við kaup á honum.Kostir: Aksturseiginleikar, innrétting, farangursrýmiÓkostir: Hávær vél, langt frá uppgefinni eyðslu2,1 l. dísilvél, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 158 g/km CO2Hröðun: 9,0 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð frá: 10.690.000 kr.Umboð: AskjaÍ sínu rétta umhverfi.Bjart og fagurt innanrými. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Reynsluakstur – Mercedes Benz ML 250Tilkoma ML jeppa Mercedes Benz árið 1997 markaði tímamót bæði hjá Mercedes Benz og öllum lúxusbílaframleiðendunum. Hann var lúxusjeppanna fyrstur og keppinauturinn BMW X5 kom ári seinna. Nú er ML jeppi Mercedes af þriðju kynslóð og var hún kynnt til sögunnar árið 2012. ML jeppinn liggur í stærð á milli GLK jepplingsins og stóra GL jeppans. Fyrsta kynslóð ML jeppans er líklega einna frægust fyrir það að vera hin mesta hrákasmíð og alls ekki sæmandi hinu virta merki Mercedes Benz. Gárungarnir sögðu að hann hefði verið meira á verkstæðum en í akstri og það virtist flest geta bilað í bílnum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og er ML jeppinn nú á hinum enda litrófsins, er vel smíðaður og hefur nú á sér allt aðra ímynd. Hann er enn smíðaður í Alabama í Bandaríkjunum en þar á bæ virðast menn hafa tekið sig verulega á í smíðinni. Prófaður var ML250 Bluetech á dögunum og reyndast sá reynsluakstur hinn ánægjulegasti.Merkilega dugleg lítil dísilvélMercedes Benz ML250 er með nettri fjögurra strokka dísilvél, aðeins 2,1 lítra en fjári öflugri engu að síður. Hún er 204 hestöfl og með 500 Nm tog og fer bara nokkuð létt með þennan 2,15 tonna bíl. Hámarksafl næst strax við 1.600 snúninga og einhvernvegin er aldrei mikil þörf fyrir að láta hana snúast mikið meira en 2.000 snúninga. ML jeppann má líka fá með 6 strokka vél sem er 258 hestöfl en þá er hann líka um 2 milljónum dýrari. Það sem aðallega veldur því er að hann fellur í hærri vörugjaldsflokk. Vegna lítillar mengunar minni vélarinnar, eða aðeins 158 g/CO2, fær hann aðeins á sig 25% vörugjald sem heldur verði hans niðri. Askja býður ML jeppann aðeins með þessum tveimur dísilvélum og líklega væru bensínútgáfur hans ótæpilega dýrar. Þar sem greinarritari hefur einnig prófað stærri dísilvélina er rétt að upplýsa að hún er mun þýðgengari og um leið hljóðlátari. Það verður ekki sagt um þá minni, þó hún skili ágætu afli. Eyðslan í reynsluakstrinum, sem aðallega var innan borgarmarkanna, var ávallt milli 10 og 11 lítrar en uppgefin eyðsla frá framleiðanda er 7,0 lítrar innanbæjar. Þarna munar heilmiklu, en því miður er svo alltof oft við reynsluakstur bíla þó svo ekki sé tekið ýkja hressilega á þeim.Frábær akstursbíllAkstur bílsins kemur skemmtilega á óvart og verður ekki annað sagt en hér fari sérlega góður akstursbíll. Hann er aðdáunarvert stöðugur á vegi, sama hvert undirlagið er og gaman er að leggja mikið á hann í beygjum, sem ekki á nú við alla jeppa. Ekki er slæmt að vita af skrikvörninni í bílnum sem virkar einstaklega vel og því er nánast ómögulegt að fara sér að voða við aksturinn. Skrikvörnin kemur ljúflega inn og átakalaust, alveg eins og skrikvörn af bestu gerð á að gera. Sjálfskiptingin er mjög góð og fullnýtir afl vélarinnar. Fjöðrun bílsins virðist alveg frábærlega uppsett og fyrir vikið verður aksturinn eins og að svífa um á silkiskýi. Í raun er leit að öðru eins við akstur nokkurs jeppa. Ekki fékk bíllinn að finna fyrir miklum ófærum en víst er með fullkomnum búnaði sínum og aðstoðarkerfum að þar stendur hann sig vel og fer ágætum sögum af honum við erfiðari aðstæður. Stýrið er hæfilega létt og nákvæmt og eykur enn á ánægjulegan aksturinn.Gullfallegur að innanVel hefur heppnast til hjá Mercedes Benz með innréttingu þessa bíls. Það lekur af honum lúxusinn og efnisval og frágangur á öllu alveg til fyrirmyndar. Sætin öll eru mjög góð og setið er hátt í bílnum sem tryggir enn betra útsýtni. Rafmagnsstillingar framsætanna eru alltaf dálítið sérstakar hjá Benz, eða í hurðunum, ekki í sætunum sjálfum. Útlit þeirra er sérlega laglegt og í heild mynda takkarnir útlit sætis, en það er óneitanlega skrítið að stilla sætin í hurðunum. Innanrýmið í ML bílnum er svakalega gott og hefur vaxið nokkuð milli kynslóða. Farangursrými er 690 lítrar og 2.010 lítrar ef aftursæti eru felld. Þessar tölur eru með því allra bestu sem bjóðast. Mercedes Benz ML jeppinn fæst á grunnverðinu 10.690.000 krónur og er hann því ódýrastur þeirra bíla sem helst keppa við hann, þ.e. BMW X5, Audi Q7 og Porsche Cayenne. Hann er reyndar með aflminnstu vélina en það fæst mikið fyrir aurinn við kaup á honum.Kostir: Aksturseiginleikar, innrétting, farangursrýmiÓkostir: Hávær vél, langt frá uppgefinni eyðslu2,1 l. dísilvél, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 158 g/km CO2Hröðun: 9,0 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð frá: 10.690.000 kr.Umboð: AskjaÍ sínu rétta umhverfi.Bjart og fagurt innanrými.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent