„Tel mig vera fallega manneskju þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 15:02 „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum," segir Rósa Guðrún. „Ég er bara að reyna að vera næs," segir Ásdís Rán. „Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún. Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
„Mig langaði bara að segja þér hversu sorgleg skilaboð mér finnst þú vera að senda íslenskum konum. Ég tel mig vera fallega manneskju að innan sem utan þó ég hafi ekki lamað andlit eða stútfullar varir“ segir Rósa Guðrún Sveinsdóttir tónlistarkennari í bréfi sem hún sendi Ásdísi Rán Gunnarsdóttur um fyrirhugaðan raunveruleikaþátt sem Ásdís hyggst gera á næstunni.Fram kom á Vísi í gær að Ásdís leitar nú að húsmæðrum til að taka þátt í gerð hins nýja þáttar. Ásdís ætlar sér að bjóða einni húsmóður til þess að fara í átak og fara í fegrunaraðgerðir. Í bréfinu segir Rósa ennfremur: „Á þessum tímum þar sem stöðugt er verið að áreita fólk með skilaboðum um einhverja tilbúna ímynd sem allir eiga að líkjast finnst mér frekar að þú ættir að snúa þér að því að efla heilbrigðar ímyndir.“Er bara að reyna að vera næs„Ég er búin að fá tugi bréfa, en þetta er það eina sem er neikvætt. Aðrar konur eru himinlifandi með þetta framtak,“ útskýrir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Hún segir bréfið ekki hafa áhrif á áætlanir hennar. Maður getur ekki gert alla ánægða en bendir þeim á sem líst ekki vel á þetta að það eru líka stór hluti heimavinnandi mæðra sem dreymir um tækifæri á að gera vel við sig.. „Pakkinn sem ég er að bjóða upp á kostar hátt í milljón. Ég mun velja eina húsmóður úr hópi umsækjenda og tríta hana eins og prinsessu. Hún fær einkaþjálfun, fegrunaraðgerðir og allt sem þarf í lífstílsbreytingu,“ útskýrir Ásdís Rán. Hún heldur áfram: „Ég er ekki að neyða neinn til neins. Ég veit bara að það er ekki ódýrt að lifa á Íslandi og það eru fullt af húsmæðrum sem forgangsraða þannig að þær eyða í heimilið og sleppa sér. Ég er bara að reyna að vera næs.“Dropinn sem fyllti mælinnRósa Guðrún segir í samtali við Vísi að hún vilji hafa áhrif á umræðuna, hún vinni með ungu fólki og sífellt sé verið að senda því röng skilaboð. „Ég þekki hana ekkert persónulega og veit í raun ekki hvað þátturinn mun snúast um. En í þessari auglýsingu fannst mér hún senda röng skilaboð, að konur ættu að vera eitthvað annað en þær eru í raun. Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum, ef fólk er með raunverulegt lýti. En mér finnst annað þegar fólk er að troða eiturefnum í varirnar á sér og lama á sér andlitið,“ segir Rósa Guðrún. „Þessi auglýsing var bara dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Rósa Guðrún.
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira