Tónlist

Paul McCartney og Ringo Starr deila sviði

Goðsagnirnar Paul McCartney og Ringo Starr koma fram á Grammy.
Goðsagnirnar Paul McCartney og Ringo Starr koma fram á Grammy. Nordicphotos/Getty
Goðsagnirnar Paul McCartney og Ringo Starr koma fram saman á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fer í 56. sinn þann 26. janúar í Los Angeles. Fyrir höfðu listamennirnir Taylor Swift, Keith Urban, ungstyrnið Kacey Musgraves, John Legend, Macklemore og Ryan Lewis koma fram.

McCartney er tilnefndur til verðlauna á hátíðinni í ár, meðal annars fyrir besta rokklagið, sem ber titilinn Cut Me Some Slack, en það samdi hann ásamt Dave Grohl og Krist Noveseli úr Nirvana. Þeir fluttu lagið eftirminnlega á Sandy-tónleikunum sem fram fóru 12. desember 2012 í New York. Myndband af flutningnum má sjá hér fyrir neðan.

Ringo Starr mun hljóta heiðursverðlaun í ár. Þá mun Carole King, sem hlaut MusiCares-heiðursverðlaunin í fyrra, koma fram með Söru Bareilles.

Fleiri þungavigtarnöfn koma fram á hátíðinni í ár líkt og Metallica en þeir hafa ekki komið fram á hátíðinni síðan árið 1991, Stevie Wonder, Daft Punk, Nile Rodgers og Pharrell Williams. Þá koma Katy Perry, Lorde og Robin Thicke einnig fram, ásamt fleiri frábærum listamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.