Kia GT4 Stinger í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 00:01 Laglegur lítill sportari frá Kia. Einn af athygliverðari bílum sem svipt hefur verið hulunni af á bílasýningunni í Detroit er þessi sportbíll frá Kia. Vilja sumir meina að hann sé ekki bara tilraunabíll heldur sé þess ekki langt að bíða að hann rúlli af framleiðslulínu Kia. Bíllinn hefur fengið nafnið Kia GT4 Stinger og er 315 hestafla tryllitæki og fyrsti raunverulegi sportbíll Kia. Kia er þekkt fyrir það að smíða flesta þá bíla sem fyrirtækið hefur kynnt þó svo að forsvarsmenn Kia segi að þessi bíll sé aðeins hugmyndabíll, en vonandi eru þeir að fela upplýsingar með því. Eins og hér hefur áður verið greint frá áður á hann að keppa í verði við Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílinn, en hann er samt miklu öflugri. Þessi bíll mun væntanlega, ef hann fer í framleiðslu, eiga margt sameiginlegt með Hyundai Genesis sem Hyundai framleiddi að mestu fyrir Bandaríkjamarkað, rétt eins og þessum bíl yrði ætlað. Kia GT4 Stinger er með 2+2 sætafyrirkomulag og hann er beinskiptur, en þetta á hvorttveggja vel við sportbíl. Bíllinn er á 20 tommu felgum og fimmtán tommu Brembo bremsur sjá um að stöðva hann á örskömmum tíma, sem ætti ekki að vera svo erfitt fyrir 1.300 kílóa bíl. Því er ekki að neita að bíllinn er fallegur og langt húdd hans og coupe-lag hans eykur á sportlegt útlitið. Hann er ekki svo ólíkur Nissan 240Z með langt húdd og halaklipptan enda og er þar ekki svo leiðum að líkjast. Hrikalega flottur að innan og með körfusæti. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Einn af athygliverðari bílum sem svipt hefur verið hulunni af á bílasýningunni í Detroit er þessi sportbíll frá Kia. Vilja sumir meina að hann sé ekki bara tilraunabíll heldur sé þess ekki langt að bíða að hann rúlli af framleiðslulínu Kia. Bíllinn hefur fengið nafnið Kia GT4 Stinger og er 315 hestafla tryllitæki og fyrsti raunverulegi sportbíll Kia. Kia er þekkt fyrir það að smíða flesta þá bíla sem fyrirtækið hefur kynnt þó svo að forsvarsmenn Kia segi að þessi bíll sé aðeins hugmyndabíll, en vonandi eru þeir að fela upplýsingar með því. Eins og hér hefur áður verið greint frá áður á hann að keppa í verði við Toyota GT86/Subaru BRZ sportbílinn, en hann er samt miklu öflugri. Þessi bíll mun væntanlega, ef hann fer í framleiðslu, eiga margt sameiginlegt með Hyundai Genesis sem Hyundai framleiddi að mestu fyrir Bandaríkjamarkað, rétt eins og þessum bíl yrði ætlað. Kia GT4 Stinger er með 2+2 sætafyrirkomulag og hann er beinskiptur, en þetta á hvorttveggja vel við sportbíl. Bíllinn er á 20 tommu felgum og fimmtán tommu Brembo bremsur sjá um að stöðva hann á örskömmum tíma, sem ætti ekki að vera svo erfitt fyrir 1.300 kílóa bíl. Því er ekki að neita að bíllinn er fallegur og langt húdd hans og coupe-lag hans eykur á sportlegt útlitið. Hann er ekki svo ólíkur Nissan 240Z með langt húdd og halaklipptan enda og er þar ekki svo leiðum að líkjast. Hrikalega flottur að innan og með körfusæti.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent