What Car? velur Nissan Qashqai bíl ársins 2014 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 08:45 Nissan Qashqai Bílavefurinn What Car? hefur valið Nissan Qashqai bíl ársins árið 2014 og er þetta í 37. skipti verðlaunin eru veitt. Aðalritstjóri What Car?, Chas Hallet, sagði af því tilefni: „Nýi Nissan Qashqai býr yfir miklum yfirburðum og fágun í þessum flokki bíla sem sífellt freista fleiri og fleiri kaupenda. Nissan Qashqai er hagstæður kostur þar sem rekstrarkostnaður er lágur, þægindin í fyrirrúmi auk þess að vera rúmgóður og öruggur. Verkfræðingar Nissan hafa pælt í hverju einasta smáatriði við hönnun bílsins sem skilar sér í heildstæðu og fáguðu útliti og geta starfsmenn Nissan verið stoltir af þessari viðurkenningu. Framkvæmdastjóri vélasviðs Nissan, Jim Wright, sagði: „Við erum himinlifandi með að What Car? skyldi velja nýja Qashqai bíl ársins 2014. Gríðarleg vinna hefur farið í útlit og hönnun bílsins og við erum uppfull eftirvæntingar eftir að búa til sniðmátin fyrir aðra kynslóð af þessum bíl. Í umsögn dómnefndar kemur fram að bíllinn vel útbúinn auk þess að vera rúmgóður og mjög þægilegur þar sem hverju smáatriði hefur greinilega verið gefinn mikill gaumur. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Bílavefurinn What Car? hefur valið Nissan Qashqai bíl ársins árið 2014 og er þetta í 37. skipti verðlaunin eru veitt. Aðalritstjóri What Car?, Chas Hallet, sagði af því tilefni: „Nýi Nissan Qashqai býr yfir miklum yfirburðum og fágun í þessum flokki bíla sem sífellt freista fleiri og fleiri kaupenda. Nissan Qashqai er hagstæður kostur þar sem rekstrarkostnaður er lágur, þægindin í fyrirrúmi auk þess að vera rúmgóður og öruggur. Verkfræðingar Nissan hafa pælt í hverju einasta smáatriði við hönnun bílsins sem skilar sér í heildstæðu og fáguðu útliti og geta starfsmenn Nissan verið stoltir af þessari viðurkenningu. Framkvæmdastjóri vélasviðs Nissan, Jim Wright, sagði: „Við erum himinlifandi með að What Car? skyldi velja nýja Qashqai bíl ársins 2014. Gríðarleg vinna hefur farið í útlit og hönnun bílsins og við erum uppfull eftirvæntingar eftir að búa til sniðmátin fyrir aðra kynslóð af þessum bíl. Í umsögn dómnefndar kemur fram að bíllinn vel útbúinn auk þess að vera rúmgóður og mjög þægilegur þar sem hverju smáatriði hefur greinilega verið gefinn mikill gaumur.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent