Kína stærsti markaður Porsche í ár Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 11:45 Porsche Panamera á bílasýningu í Kína. Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent