Þriggja hjóla Elio á 800.000 kr. Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 13:15 Elio Motors áformar að framleiða þennan þriggja hjóla bíl í Bandaríkjunum og selja hann á 6.800 dollara, eða um 800 þúsund krónur. Elio hefur tryggt sér 7 milljón dollara fjármagn og ætlar að smíða bílinn í aflagðri verksmiðju sem er í eigu General Motors. Framleiðslan mun hefjast á næsta ári og 1.500 manns munu starfa við smíði hans. Það er reyndar ári seinna en upphaflegar áætlanir Elio sögðu til um. Stefnan er að framleiða 250.000 bíla á ári. Bílinn verður drifinn áfram af þriggja strokka vél og eyðsla hans verður aðeins 3,6 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er 160 km/klst. Elio þarf að tryggja sér talsvert meira fjármagn til að þessu getur orðið en ef af smíði hans verður væri það afturhvarf til þess tíma eftirstríðsáranna er margar mjög smáir bílar voru smíðaðir um allan heim sem kostuðu lítið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er þróun bílsins afar langt komin. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Elio Motors áformar að framleiða þennan þriggja hjóla bíl í Bandaríkjunum og selja hann á 6.800 dollara, eða um 800 þúsund krónur. Elio hefur tryggt sér 7 milljón dollara fjármagn og ætlar að smíða bílinn í aflagðri verksmiðju sem er í eigu General Motors. Framleiðslan mun hefjast á næsta ári og 1.500 manns munu starfa við smíði hans. Það er reyndar ári seinna en upphaflegar áætlanir Elio sögðu til um. Stefnan er að framleiða 250.000 bíla á ári. Bílinn verður drifinn áfram af þriggja strokka vél og eyðsla hans verður aðeins 3,6 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er 160 km/klst. Elio þarf að tryggja sér talsvert meira fjármagn til að þessu getur orðið en ef af smíði hans verður væri það afturhvarf til þess tíma eftirstríðsáranna er margar mjög smáir bílar voru smíðaðir um allan heim sem kostuðu lítið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er þróun bílsins afar langt komin.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent